Lífið

Stafrænn verðlaunaskápur frá landsliðsþjálfara Þýskalands

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
„Það hefur loðað við mig í gegnum árin að vera með puttana í öðrum verkefnum. Það heldur manni í takt við eitthvað annað en boltann,“ segir Dagur Sigurðsson, þjálfari Füsche Berlin og þýska landsliðsins í handbolta. Í gegnum tíðina hefur hann verið með fingurna í mörgum verkefnum en það nýjasta er nýtt app. Af því tilefni var Dagur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni.

„Við Haukur Óskarsson, formaður Nesklúbbsins, vorum að ræða saman um hve mikið af bikurum sem fólk fær endar ofan í kassa eða falið inn í skáp. Um leið kom upp hugmyndin að koma verðlaunaskápnum í símann.“

Smáforritið kallast Cupodium og er hægt að nálgast það í App store án endurgjalds og er í raun stafrænn verðlaunaskápur sem notandinn getur notað til að safna saman og deila verðlaunum sínum.

„Þú býrð bara til þinn bikar og getur deilt honum með fólkinu í kringum þig. Það getur verið sigur á íþróttamóti en það getur líka verið að þú hafir útskrifast úr skóla eða hvað eina sem þér dettur í hug,“ segir landsliðsþjálfarinn.


Tengdar fréttir

Dagur EHF-meistari með Füchse

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Füchse Berlin unnu HSV Hamburg í úrslitaleik EHF-bikarsins í dag og tryggðu sér EHF-bikarinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×