Innlent

Stærsti skjálftinn tæplega fimm af stærð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nornahraun norðan Vatnajökuls.
Nornahraun norðan Vatnajökuls. Vísir/mortenriishuus
Um 30 skjálftar hafa mælst við Bárðarbungu á síðasta sólarhring. Þrír voru milli 4-5 af stærð.

Stærsti skjálftinn varð við norðaustanverða Bárðarbungu í gærkvöld eða 4,9 af stærð.

Fáeinir skjálftar hafa mælst í kvikuganginum og við Tungnafellsjökul. Allir innan við tvö stig.

Ágætlega sést til gossins á vefmyndavélum og virðist svipaður gangur í því og verið hefur að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×