Innlent

Sprengjuhótun um borð í Herjólfi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir
Erlendum nemanda um borð í Herjólfi barst í morgun smáskilaboð um að sprengja væri um borð í ferjunni. Lögregluyfirvöld leituðu um borð í Herjólfi í morgun, en ekkert dularfullt fannst, að sögn Ólafs William Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips.

Ólafur segir í samtali við Vísi að skilaboðin hafi borist úr erlendu símanúmeri. Þar hafi komið fram að sprengjan væri í bifreið í ferjunni, en að lögregla hafi leitað af sér allan grun þegar ferjan var komin í höfn í Vestmannaeyjum.

„Einn þessara nemenda fær SMS í símann sinn þar sem tilkynnt var um að sprengja væri í skipinu. Nemandinn fór með kennaranum til áhafnarinnar og tilkynnti áhöfninni um þessi skilaboð. Hún bregst hárrétt við og hefur samband við lögreglu og yfirvöld sem síðan komu og tóku á móti skipinu. Skipið var rýmt, leitað var í skipinu og ekkert dularfullt fannst. Skipið heldur svo bara sinni áætlun í dag,“ segir Ólafur.

Hótunin barst um klukkan 10.30 í morgun og hafði lögregla leitað af sér allan grun um klukkan ellefu, að sögn Ólafs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×