Innlent

Sprengisandur á sunnudaginn: Sigmundur Davíð flytur upphafspistil þáttarins

Atli Ísleifsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi Sprengisands.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi Sprengisands.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra verður gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á sunnudaginn. Forsætisráðherra mun sjálfur semja og flytja upphafspistil þáttarins.

Sigurjón segir í samtali við Vísi að um margt sé að ræða við forsætisráðherra, en ríkisstjórnin heldur upp á tveggja ára afmæli um þessar mundir. „Við ætlum að ræða ástandið í þjóðfélaginu, störf þingsins, kjaramálin og fleira.“

Sigurjón segir að þegar hann hafi rætt við Sigmund Davíð hafi hann sagt að honum þyki leiðarar eða upphafsorð þáttastjórnandans yfirleitt vera svo neikvæð. „Ég bar náttúrulega af mér sakir. Við hlógum að þessu og ræddum og var niðurstaðan sú að forsætisráðherra skyldi semja og flytja upphafsorðin í þættinum á sunnudaginn. Hann er náttúrulega vanur þáttastjórnandi. Þetta verður bara skemmtilegt.“

Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar á sunnudag milli klukkan 10 og 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×