Innlent

Sóttu konu í vandræðum á Esjunni

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Fjallabjörgunarfólk úr Björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar komu konu sem lenti í vandræðum á Esjunni til bjargar. Konan var stödd við Stein þegar hún treysti sér ekki að halda áfram vegna veðurs og erfiðra skilyrða. Björgunarsveitir voru kallaðar út klukkan rúmlega þrjú.

Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg var konan orðin nokkuð köld þegar björgunarsveitarfólk á fjórhjólum kom henni til bjargar um klukkan fimm í dag. Hlúð var að henni og hún flutt niður af fjallinu.

Uppfært 18:50

Ákveðið var að flytja konuna til byggða með þyrlu Landhelgisgæslunnar en ekki á fjórhjólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×