Innlent

Sóttu fótbrotna konu við Landmannalaugar

Atli Ísleifsson skrifar
Björgunarsveit á ferð á Sprengisandi var fengin til að sinna fyrstu viðbrögðum í bílveltu sunnan við Aldeyjarfoss í Bárðardal
Björgunarsveit á ferð á Sprengisandi var fengin til að sinna fyrstu viðbrögðum í bílveltu sunnan við Aldeyjarfoss í Bárðardal Vísir
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins á Suðurlandi hafa komið konu til aðstoðar eftir að hún fótbrotnaði á Vondugiljaaurum við Landmannalaugar.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að hálendisvakt björgunarsveitanna í Landmannalaugum sé komin að konunni og sé beðið eftir liðsauka þar sem mögulega þurfi að bera konuna talsverða vegalengd.

„Á sama tíma var björgunarsveit á ferð á Sprengisandi fengin til að sinna fyrstu viðbrögðum í bílveltu sunnan við Aldeyjarfoss í Bárðardal,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×