Innlent

Sótt að íþróttakennaraháskólanum á Laugarvatni

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Unnur Brá Konráðsdóttir.
Unnur Brá Konráðsdóttir. Vísir/Vilhelm
„Nei, það kemur ekki til greina að leggja niður íþróttanámið á Laugarvatni, það má alls ekki gerast. Miklu frekar á skólinn að fara í sókn með það nám sem hann býður upp á í dag og efla kynningarstarfið, það fer frábært starf fram á Laugarvatni“, segir Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

Hún sat fund í morgun með þingmönnum Suðurkjördæmis, auk rektors Háskóla Íslands og stjórnendum íþróttakennaraskólann þar sem skýrsla um stöðu skólans „Sóknarfæri í námi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands“ var rædd. 

Í skýrslunni sem Háskólaráð fundaði um eftir hádegi eru lagðir upp nokkrir möguleikar, m.a. að færa námið til Reykjavíkur. Í skólanum eru 110 nemendur og 12 kennarar. Skólinn var stofnaður 1932 á Laugarvatni.

Hafþór Guðmundsson,  lektor og umsjónarmaður námsins á Laugarvatni vildi ekki tjá sig um málið þegar leitað var eftir því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×