Innlent

Sólríkur 1. maí

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Kröfugangan í fyrra.
Kröfugangan í fyrra. Vísir/Daníel
Veðurspá dagsins lítur vel út. Hitinn gæti farið upp í tíu stig og varla sést ský á lofti ef spáin er skoðuð. Veðurstofa Íslands hefur þetta að segja um veðrið í dag:

„Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s og léttskýjað, en skýjað með köflum sunnantil á landinu. Hiti 4 til 10 stig að deginum.“

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Á vef Þjóðminjasafnsins er þetta sagt um þennan merka dag (og vitnað í Sögu daganna eftir Árna Björnsson): 

„Hinn 1. maí var meðal katólskra helgaður postulunum Filippusi og Jakobi yngra, og síðar heilagri Valborgu. Rann sú messa sunnar í álfu saman við eldri vorhátíð heiðna með ýmsum furðum.

Fyrsti maí er alþjóðlegur dagur verkalýðshreyfingarinnar frá 1889, og var fyrsta kröfuganga á Íslandi farin árið 1923. Hérlendis hefur annað ekki borið sérstaklega við þennan dag. Árið 1955 helgaði páfastóllinn hann verkamanninum Jósef trésmið, fóstra Jesú Krists.“

Verkalýðsfélög halda kröfugöngur og standa fyrir hátíðardagskrá víða um land í dag.

Hér að neðan má svo heyra lagið First of May með hinni geysivinsælu sveit Bee Gees.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×