Lífið

Snyrtar augabrúnir: „Sigmundur Davíð er flottur og hugrakkur maður“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Myndin lengst til hægri var tekin fyrir nokkrum dögum. Hér sést þróun augnbrúna Sigmundar vel en hann virðist hafa hugsað vel um þær lengi.
Myndin lengst til hægri var tekin fyrir nokkrum dögum. Hér sést þróun augnbrúna Sigmundar vel en hann virðist hafa hugsað vel um þær lengi.
„Sigmundur Davíð er flottur og hugrakkur maður að þora að hugsa vel um augabrúnirnar og ætti að vera mikil hvatning fyrir karlmenn landsins að snyrta augabrúnirnar á sama tíma og hárið er snyrt,“ segir hársnyrtimeistarinn og Kompaníkóngurinn Elvar Logi um augabrúnir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra.

Einhverjir hafa eflaust tekið eftir því að augabrúnir Sigmundar Davíðs eru afar vel mótaðar og snyrtar. Ef litið er á gamlar myndir af forsætisráðherra sést líka að augabrúnirnar eru dekkri núna en þær voru á hans yngri árum. 

Elvar Logi.
„Það fer ekki á milli mála að hann Sigmundur Davíð lætur plokka á milli augabrúnanna,“ segir Elvar Logi en Lífið á Vísi hefur einnig heimildir fyrir því að hann láti fylla uppí þær með augabrúnalit, sérstaklega þegar hann mætir í sjónvarpsviðtöl. Elvar Logi segir enn fremur að Sigmundur Davíð mætti gera enn betur í augabrúnasnyrtingunni.

„Hann litar ekki augabrúnirnar með föstum lit og hárin eru alltof löng fyrir minn smekk.“

Elvar Logi brýnir fyrir karlmönnum sem vilja snyrta augabrúnirnar að gera það ekki sjálfir.

„Látið fagmenn sjá um að snyrta, plokka, vaxa og lita brúnirnar. Ekki gera það sjálfir eða láta kærusturnar gera það. Verið svolítið flottir á því.“

Sigmundur Davíð er í góðum hópi karlmanna sem hugsa vel um augabrúnirnar sínar en alþekkt er í Hollywood að stærstu leikarar heims séu vel snyrtir á þessu svæði, svo sem Brad Pitt, Ryan Reynolds og Zac Efron.

Þá eru íþróttamenn einnig duglegir við að snyrta brúnirnar og er knattspyrnugoðið David Beckham gott dæmi um það.

David Beckham, Brad Pitt og Ryan Reynolds.vísir/getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×