Innlent

Slökkvilið kallað út að Þjóðminjasafninu

ingvar haraldsson skrifar
Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu vegna útkalls í Þjóðminjasafninu.
Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu vegna útkalls í Þjóðminjasafninu. vísir/anton
Mikill viðbúnaður var hjá Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu þegar boð barst frá Þjóðminjasafninu um að mögulega væri kominn upp eldur í húsnæði þess. Ekki reyndist þó mikil hætta á ferðum því þegar slökkvilið bar að garði kom í ljós að um bilaðan reykskynjara var að ræða í Setbergi, þar sem skrifstofur Þjóðminjasafnsins eru til húsa.



Að sögn sjónarvottar í miðbænum var mikill viðbúnaður vegna útkallsins. Slökkvibíll og sjúkrabíll brunuðu í gegnum miðbæinn og flautaði slökkviliðsbíllinn mikið á aðra ökumenn, svo slökkviliðsmenn kæmust leiðar sinnar.



Ólafur Ingi Grettisson, varðstjóri Slökkviliðsins á Höfuðborgarsvæðinu segir að þó að í ljós hafi komið að engin hætta hafi verið á ferðum hafi verið nauðsynlegt að taka boðið alvarlega enda séu mikil menningarverðmæti að finna í Þjóðminjasafninu. „Við verðum að taka þetta alvarlega þegar kemur tilkynning á svona stöðum“ segir Ólafur Ingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×