Lífið

Sló í gegn sem popperfingi

Popperfinginn Orri Redenbacher
Popperfinginn Orri Redenbacher Vísir
„Það var nú bara haft samband við mig frá auglýsingastofu og ég beðinn að búa til sketsa,“ segir Ólafur Ásgeirsson leiklistarnemi, sem sló í gegn í auglýsingum fyrir Orville-popp.

„Ég var settur með leikstjóranum Eilífi Erni Þrastarsyni í verkefnið og við áttum að semja sketsana saman. Það versta var að við þekktumst ekkert svo það tók okkur alveg góðan mánuð að kynnast áður en við gátum farið að vinna að handritinu,“ segir Ólafur.

Samstarfið gekk þó á endanum vonum framar og tveimur mánuðum síðar varð karakterinn Orri Redenbacher til, en hann átti að vera erfingi popprisans. „Orri lifir í einhverri bólu og er alveg sama um annað fólk,“ segir Ólafur, sem fór með hlutverk Orra. Með honum í sketsunum er körfuboltamaðurinn Ragnar Nathanaelsson sem spilar með Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Í auglýsingunum ber hann Orra um, þar sem hann telur sig yfir það hafinn að ganga sjálfur

„Þetta var mjög fyndið því hann er miklu stærri en ég. Hann á þakkir skilið því hann skrópaði á körfuboltaæfingum til þess að vera með í sketsunum,“ segir hann. Ólafur er þessa dagana að sýna trúðasýningu nema í leiklist í Listaháskóla Íslands og stefnir að því að útskrifast í vor. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×