Lífið

Slagsmál, rifrildi og þjófnaður

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty

Verslunardagurinn sem kallast Black Friday í Bandaríkjunum sem og hérna heima, virðist draga það versta fram í fólki. Rifrildi, slagsmál og handtökur komu upp víða í Bandaríkjunum í gær. Víða hafa verið birt myndbönd af mannmergð föstudagsins. Þó þykir fjöldi kaupenda hafa verið minni en áður.

Sjá einnig: Svartasti föstudagur íslenskrar tungu

Tæknin hefur dregið úr því að fólk leggi leið sína í verslanir og þess í stað kaupir það í meira magni á netinu. Greinendur í Bandaríkjunum reikna þó með að rúmlega fimmtungur jólaverslunarinnar muni eiga sér stað um þessa helgi samkvæmt frétt Reuters.

Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd sem sýna ástandið eins og það er verst.

Það versta tekið saman af Complex news. Slegist í verslunarmiðstöð í Louisville í Kentucky. Umfjöllun CNN Önnur samantekt Umfjöllun ABC





Fleiri fréttir

Sjá meira


×