Innlent

Slæmt ef einstaka kynslóðir hafa það miklu verra en kynslóðir á undan

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Tekjur ungs fólks á Íslandi hefur dregist saman samanborið við eldri kynslóðir og hafa ekki notið sömu kaupmáttaraukningar og þeir eldri. Hagfræðingur Landsbankans segir stöðuna áhyggjuefni.

Farið er ofan í saum­ana á umræðu um lífs­kjör ungs fólks á Íslandi í Hag­sjá Landsbankans. Þar kem­ur fram lífs­kjör ungs fólks hafa dreg­ist aft­ur úr kjör­um annarra á síðustu árum, á sama tíma og þjóðarbúið stendur vel.

„Þegar maður skoðar tölurnar þá er það þannig að fólk undir þrítugu hefur fengið miklu minni tekjuauka heldur en aðrir og sumir jafnvel bara lækkað í tekjum á síðustu 25 árum,“ segir Ari Skúlason hagfræðingur hjá Landsbankanum.

Breyt­ing­ar á ráðstöf­un­ar­tekj­um frá 1990 til 2014 eru mjög mis­mun­andi eft­ir ald­urs­hóp­um. Meðal­breyt­ing allra er 40% en mestu frá­vik­in frá meðaltal­inu voru 18% lækk­un og 60% hækk­un. Hækk­un ráðstöf­un­ar­tekna er því lang­minnst hjá yngstu hóp­un­um. En hvers vegna ætli það sé?

„Það komu auðvitað upp þættir eins og miklu lengri skólaganga hjá þessum hópum, fólk er lengur í skóla heldur en áður var, breyttur vinnumarkaður og  minni líkur en áður að ná sér í miklar tekjur á stuttum tíma,“ segir Ari.

Hann telur þessa þessa þróun alvarlega. 

„Ég hugsa að þetta sé áhyggjuefni vegna þess að einhvern tímann þarf ung kynslóð að taka við af næstu kynslóð og ef að hún hefur ekki fengið tækifæri miðaða við þekkingu, getu og svo framvegis, þá kemur hún kannski ekki til með að spjara sig jafn vel og annars væri. Þannig að þetta er áhyggjuefni að því leyti. Svo er staðan líka núna verri með húsnæðismál og annað. Það er ekki gott ef einstaka kynslóðir hafa það miklu verra heldur en kynslóðir á undan,“ segir Ari Skúlason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×