Lífið

Sláandi munur á því þegar Coke og Coke Zero er steikt á pönnu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlegt að sjá.
Ótrúlegt að sjá.
Það elska margir gosdrykkina Coca Cola frá fyrirtækinu Coke og er líklega um að ræða vinsælasta drykk heims.

Til er venjulegt rautt kók sem inniheldur töluvert magn af sykri og svo er einnig til Coca Cola Light og Coca Cola Zero. Þar eru aðeins gervisykur eða efni sem kallast Aspartame.

Á Facebook-síðu LAD Bible má sjá hvað gerðist þegar venjulegt Coca Cola er steikt á pönnu, borið saman hvað gerist þegar Coca Cola Zero er steikt á pönnu.

Venjulegt kók breytist í raun bara í sykurleðju og zero hverfur í raun bara.

Hér að neðan má sjá afraksturinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×