Lífið

Skútubræður nefna í höfuðið á Járnfrúnni

Magnús Þór Gylfason skrifstofustjóri borgarstjóra
Magnús Þór Gylfason skrifstofustjóri borgarstjóra
Björgvin Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Viðskiptablaðsins og einn eiganda KOM, Magnús Þór Gylfason, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, og nokkrir vinir þeirra sem kalla sig Skútubræður keyptu fyrir nokkrum árum forláta skútu sem þeir hafa verið að gera upp.

Um síðustu helgi var vinnu við skútuna loks lokið og komið að því að gefa henni nafn.

Skútan fékk nafnið Margrét í höfuðið á Margréti Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.

Þeir félagar eru miklir aðdáendur forsætisráðherrans fyrrverandi og sóttu innblástur til hennar þegar þeir gegndu formennsku í Heimdalli um og eftir síðustu aldamót. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×