Innlent

Skortur á hjúkrunarfræðingum ef af verkfalli háskólakennara verður

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
„Tugir okkar hafa ráðið sig í störf hjá Landspítalanum í sumar sem hjúkrunarfræðingar,“ segir Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðinemi og ein þeirra sem stefnir á útskrift í vor.
„Tugir okkar hafa ráðið sig í störf hjá Landspítalanum í sumar sem hjúkrunarfræðingar,“ segir Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðinemi og ein þeirra sem stefnir á útskrift í vor.
Gífurlegur fjöldi hjúkrunarnema stefnir á útskrift í vor. Um 100 nemar gera ráð fyrir því að útskrifast frá Háskóla Íslands og 50 nemar frá Háskólanum á Akureyri.

Starfsemi heilbrigðisstofnana í sumar er í uppnámi ef af verkfalli háskólakennara verður að sögn hjúkrunarnema og yfirmanns á Landspítalanum. Verkfallið myndi hafa þau áhrif að útskrift nemenda við háskóla landsins seinkar og í tilviki hjúkrunarnema fá þeir ekki starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingar.

„Tugir okkar hafa ráðið sig í störf hjá Landspítalanum í sumar sem hjúkrunarfræðingar,“ segir Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðinemi og ein þeirra sem stefnir á útskrift í vor.

„Ef við erum að vinna sem nemar þarf alltaf að vera fullgildur hjúkrunarfræðingur á bak við okkur, sem ber þá ábyrgð á störfunum,“ segir Jóhanna. Breyta þurfi vaktaskipulagi deilda á Landspítalanum ef útskrift hjúkrunarnema seinkar og nú líti út fyrir að skortur verði á hjúkrunarfræðingum í sumar.

Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar á Landspítalanum, tekur undir með Jóhönnu. „Við getum ekki falið þeim sömu ábyrgð og störf sem hjúkrunarnemum og sem útskrifuðum hjúkrunarfræðingum.“

Verkfall háskólakennara muni því augljóslega hafa áhrif á starfsemi spítalans.

„Þetta er á þeim tíma sem fólk fer í sumarleyfi. Á hverju ári treystum við á að fá nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga til starfa. Við erum að skoða það núna hvernig við þurfum að bregðast við ef tafir verða á útskrift þeirra,“ segir Sigríður.

„Við vonum að það verði ekki af verkfallinu.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×