Lífið

Skorar á Aron í mottukeppni

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Aron og Guðjón Valur
Aron og Guðjón Valur Vísir
Handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson setti mynd inn á Instagram síðu sína þar sem hann skorar á landsliðsfélaga sinn, Aron Pálmarson í mottukeppni í tilefni af mottumars. 

Þar sem þeir félagarnir eru ekki þekktir fyrir mikinn skeggvöxt, ákváðu þeir að fá pizzustað Guðjóns, Íslensku Flatbökuna með sér í lið.

„Þeir eru báðir búnir að útbúa pizzur á matseðlinum hjá okkur, mottupizzuna hans Guðjóns og svo mottupizzuna hans Arons. Af hverri seldri pizzu renna svo 500 krónur beint til Krabbameinsfélagsins,“ segir Guðmundur Gunnlaugsson hjá Íslensku Flatbökunni.

Þeir félagarnir eru báðir miklir keppnismenn og má því búast við harðri samkeppni í pizzusölunni. „Strax eftir fyrsta daginn var Guðjón aðeins yfir og ég held að Aron hafi ekki verið sáttur með það,“ segir Guðmundur hress.



Hver sem að kaupir  pizzurnar þeirra fara í pott og í lok mánaðarins verður dregið um Kiel eða Barcelona treyju, svo það er til mikils að vinna.

Mottupizzunar verða á matseðlinum út mars og geta áhugasamir fylgst með stöðunni á keppninni þeirra á facebooksíðu Íslensku Flatbökunnar og undir hashtöggunum #ætlaaðfáráðhjákáraogvigni og #aldreisafnaðskeggi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×