Lífið

Sköpunarstjóri Puma

Söngkonan hefur gert samning við Puma.
Söngkonan hefur gert samning við Puma. Vísir/Getty
Rihanna hefur verið ráðin í stöðu sköpunarstjóra hjá íþróttamerkinu Puma. Orðrómur var uppi um að hin 26 ára söngkona væri að gera um 120 milljóna króna samning við þýska merkið í nóvember síðastliðnum. Núna hefur verið tilkynnt um ráðningu hennar.

„Rihanna mun starfa við hönnun og þróun á hinum sígilda stíl Puma auk þess að búa til nýjan stíl,“ sagði í yfirlýsingu frá fyrirtækinu.

Rihanna verður einnig alþjóðlegur sendiherra Puma og kemst þar í hóp með hlauparanum Usain Bolt og fótboltakappanum Mario Balotelli. Söngkonan mun taka þátt í herferð fyrirtækisins fyrir haust- og vetrarlínuna árið 2015.

Samkvæmt framkvæmdastjóra Puma, Bjørn Gulden, er Rihanna „eðlilegt val“ og „fullkominn sendiherra“ fyrir fyrirtækið, sem hefur lengi leitað að réttu manneskjunni til að koma æfingaklæðnaði kvenna á framfæri. „Að semja við Rihönnu var frábært skref fyrir Puma.

Ferilskrá hennar, útgeislun, persónuleiki og metnaður gera hana að fullkomnum sendiherra fyrir merkið,“ sagði Gulden.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×