Innlent

Skólakrakkar í Garðabæ nýttu snjóinn í frímínútum

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Óskar Birgisson
Nemendur Sjálandsskóla í Garðabæ kunnu vel að meta fyrstu sjókomu vetrarins og var mikið fjör og mikil gleði í frímínútum í morgun.

„Sumir fóru í snjókast, meðan aðrir vildu bara leika sér að búa til allskonar hluti úr snjónum. Enn aðrir fóru að renna sér niður hól á skólalóðinni,“ segir Óskar Birgisson, kennsluráðgjafi.

Ljóst er að krakkarnir skemmtu sér vel í snjónum dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Óskar tók í morgun.

Mynd/Óskar Birgisson
Mynd/Óskar Birgisson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×