Innlent

Skólahald fellur niður vegna veðurs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skólahald fellur niður í Húnavallaskóla og Stórutjarnaskóla fyrir norðan í dag vegna veðurs.
Skólahald fellur niður í Húnavallaskóla og Stórutjarnaskóla fyrir norðan í dag vegna veðurs. Vísir/Vilhelm
Skólahald fellur niður vegna veðurs í Húnavallaskóla í Húnavatnshreppi í dag sem og í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit.

Þá fellur skólaakstur niður í Fjallabyggð að því er fram kemur á vef grunnskóla Fjallabyggðar en þó verður hægt að mæta í skólann. Nemendur í 5.-10. bekk sem búsettir eru á Ólafsfirði mæta í skólahúsið við Tjarnarstíg og nemendur í 5.-10. bekk sem búsettir eru á Siglufirði mæta í skólahúsið við Norðurgötu.

„Kennarar munu taka á móti nemendum frá klukkan átta og aðstoða þá við nám til klukkan 13.00 Foreldrar þurfa undir öllum kringumstæðum að meta hvort barn á erindi í skólann. Aðstæður fólks eru ólíkar og börnin misjafnlega í stakk búin til að fara út í vont veður,“ segir á vef grunnskóla Fjallabyggðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×