MIĐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ NÝJAST 16:51

Liđsstyrkur í Árbćinn

SPORT

Skipulag breytist ekki viđ makaskipti

 
Innlent
07:00 23. JANÚAR 2016
S. Björn Blöndal
S. Björn Blöndal

Forsætisráðuneytið á í viðræðum við eigendur lóðarinnar við Hafnartorg, Landstólpa þróunarfélag, um að aðilar skiptist á lóðum. Þannig fengi Landstólpi lóð stjórnarráðsins við Skúlagötu en stjórnarráðið fengi lóðina á Hafnartorgi undir starfsemi ráðuneyta.

Forsætisráðherra segir að þá yrði byggt mun minna á lóðinni en nú standi til og í stíl sem Reykvíkingar gætu verið stoltir af.

Sigurður Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í borgarstjórn Reykjavíkur, segir aðalskipulag borgarinnar gera ráð fyrir að á jarðhæð húsanna við Hafnartorg verði verslun og þjónusta. „Þessir samningar munu ekki breyta aðalskipulagi hvað það varðar,“ segir Sigurður Björn.

Þegar Sigurður er spurður út í skoðun hans á þessum makaskiptum segir hann aðila frjálst að gera samninga sín á milli. „við viljum hins vegar sjá mannlíf í miðbænum. Ég gæti svo sem alveg séð fyrir mér líflegri starfsemi í húsunum en stjórnarráðið,“ segir Sigurður. „Einnig er skipulagið þannig að það er ekki hægt að byggja bara eitt hús með burstum á lóðinni.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Skipulag breytist ekki viđ makaskipti
Fara efst