Innlent

Skíðasvæði opin víða

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Skíðasvæði eru víða opin í dag. Opið er í Hlíðarfjalli á Akureyri, skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði, skíðasvæði Ísafjarðarbæjar, Oddskarði og Tindastól í dag. Lokað er í Bláfjöllum vegna hvassviðris.

Í Hlíðarfjalli er opið frá klukkan 10 til 16 en núna eru um fimm metrar á sekúndu og -5 stiga frost. Skíðasvæðið í Skarðsdal er opið frá klukkan 11 til sextán. Suðvestanátt 5-13 metrar á sekúndu, frost 4 stig og heiðskírt. Troðinn þurr snjór. Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar, Dölunum tveimur, er opið milli 10-16. Flestar brekkur troðnar og Latabæjarbrautin verður uppsett. Á Seljalandsdal er opið frá klukkan 10. Opið verður í Tindastóli frá klukkan 11-16. Hægviðri, frost -6,5 stig og léttskýjað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×