Innlent

Skemmdarvargar brutu úrkomumæli í Vestmannaeyjum

Óprúttnir aðilar unnu skemmdir á úrkomumæli Veðurstofu Íslands í vikunni sem leið í Vestmannaeyjum.

Mælirinn er staðsettur við Löngulág en búið var að bjóta hatt sem er ofan á mælinum af.

Ekki er vitað hvenær skemmdirnar voru unnar en þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um huganlega gerendur eru vinsamlegast beðnir um að koma þeim til lögreglunnar í Vestmannaeyjum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×