Innlent

Skaut svartan táning til bana

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Samkvæmt lögreglunni í St Louis beindi maðurinn byssu að lögreglumanni sem var við bensínstöðina við reglubundið eftirlit.
Samkvæmt lögreglunni í St Louis beindi maðurinn byssu að lögreglumanni sem var við bensínstöðina við reglubundið eftirlit. Vísir/Getty
Lögreglan í borginni St Louis í Bandaríkjunum skaut svartan táning, Antonio Martin, til bana í gær við bensínstöð í einu af úthverfum borgarinnar, Berkeley.

Samkvæmt lögreglunni í St Louis beindi maðurinn byssu að lögreglumanni sem var við bensínstöðina við reglubundið eftirlit. Lögreglumaðurinn skaut svo á manninn sem lést af sárum sínum.

Í frétt BBC kemur fram að fjöldi manns hafi komið saman við bensínstöðina í kjölfar atviksins, en Berkeley er ekki langt frá Ferguson þar sem lögreglan skaut Michael Brown til bana í ágúst síðastliðnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×