Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn enn með mest fylgi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Fylgi Vinstri grænna minnkar samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar en Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig.
Fylgi Vinstri grænna minnkar samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar en Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig. vísir/ernir
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25 prósenta fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Vinstri græn fylgja þar á eftir með 23,2 prósent. Könnunin var framkvæmd dagana 16. til 19. október. Samkvæmt könnuninni er Samfylkingin þriðji stærsti flokkurinn með 15,6 prósent fylgi og Miðflokkurinn 9,8 prósent. Píratar mældust með 8,2 prósent og Framsókn með 7,1 prósent. Viðreisn fengu 5,7 prósent fylgi í könnuninni. Flokkur fólksins mældist með 3,3 prósent fylgi en Björt framtíð aðeins 1,5 prósent. Dögun mældist með 0,2 prósent og Alþýðufylkingin 0,1 prósent. 

Heildarúrtak könnunarinnar var 3.900 einstaklingar en 2.395 svöruðu og tóku 1.40 afstöðu til framboða. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar fengi Sjálfstæðisflokkurinn 17 þingmenn kjörna, Vinstri græn 16 þingmenn og Samfylkingin 11. Miðflokkurinn fengi kjörna 6 þingmenn, Píratar 6, Framsóknarflokkurinn 5 og Viðreisn 4 þingmenn. Flokkur fólksins og Björt framtíð næðu ekki manni á þing miðað við þessa könnun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×