Íslenski boltinn

Sjáðu meistarana skora fjögur gegn Fjölni | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Veigar Páll Gunnarsson skoraði fyrsta mark Stjörnunnar í gærkvöldi.
Veigar Páll Gunnarsson skoraði fyrsta mark Stjörnunnar í gærkvöldi. vísir/andir marinó
Íslandsmeistarar Stjörnunnar áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Fjölni að velli í Bose-bikarnum í gærkvöldi, fjögurra liða æfingamóti, en spilað var í Kórnum.

Stjarnan vann sannfærandi sigur, 4-0, með tveimur mörkum frá Ólafi Karli Finsen og sitthvoru markinu frá Veigari Páli Gunnarssyni og Halldóri Orra Björnssyni.

Halldór Orri er kominn heim eftir eitt sumar í atvinnumennsku með Falkenbergs í Svíþjóð, en búist er við að hann skrifi undir samning við uppeldisfélagið sitt á næstu dögum.

KR og Víkingur mætast í Bose-bikarnum í Egilshöllinni klukkan 14.30 á laugardaginn og sigurvegarinn úr þeim leik mætir meisturum Stjörnunnar í úrslitaleik.

Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum, en leikurinn var í beinni útsendingu á Sport TV.


Tengdar fréttir

Rúnar Páll: Viljum enga meðalmenn

Þjálfari Stjörnunnar býst við því að semja við Halldór Orra Björnsson en er annars ánægður með leikmannahópinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×