ŢRIĐJUDAGUR 21. FEBRÚAR NÝJAST 23:39

Flugvél brotlenti inn í verslunarmiđstöđ í Melbourne

FRÉTTIR

Sjáđu markiđ magnađa hjá Mikkel Maigaard

 
Íslenski boltinn
08:15 02. FEBRÚAR 2016

ÍBV stóð uppi sem sigurvegari í Fótbolti.net-mótinu, fyrsta undirbúningsmóti ársins, en úrslitaleikurinn fór fram í Egilshöllinni í gærkvöldi.

Eyjamenn höfðu betur gegn stjörnum prýddu liði KR, 2-1, en það var danski framherjinn Mikkel Maigaard Jakobssen sem afgreiddi vesturbæjarstórveldið með tveimur mörkum í fyrri hálfleik.

Fyrra markið var einstaklega glæsilegt, en Jakobssen þrumaði boltanum upp í samskeytin af 25 metra færi, óverjandi fyrir Stefán Loga Magnússon í marki KR.

Jakobssen skoraði fyrra markið á 25. mínútu en það síðari skoraði hann átta mínútum síðar eftir glæsilegan undirbúning Simons Schmidt, annars Dana sem er á reynslu hjá ÍBV.

Galdramaðurinn ungi, Guðmundur Andri Tryggvason, kom KR inn í leikinn með marki á 78. mínútu en nær komst KR ekki og fagnaði ÍBV sigri.

Leikurinn var í beinni útsendingu á Sport TV og má sjá mörkin úr leiknum í spilaranum hér að ofan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Sjáđu markiđ magnađa hjá Mikkel Maigaard
Fara efst