Tónlist

Sigur Rós túrar um Norður-Ameríku á næsta ári

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigur Rós á tónleikum í París í ágúst síðastliðnum.
Sigur Rós á tónleikum í París í ágúst síðastliðnum. vísir/getty
Hljómsveitin Sigur Rós tilkynnti í dag um þriggja mánaða tónleikaferðalag sem hún fer í um Norður-Ameríku á næsta ári.

Hljómsveitin mun spila víðs vegar um Bandaríkin í apríl, maí og júní auk þess sem hún mun koma fram á tónleikum í Mexíkó og Kanada.

Túrinn byrjar í Mexíkóborg í byrjun apríl en um miðjan þann mánuð mun Sigur Rós leika á þremur tónleikum í Los Angeles með Sinfóníuhljómsveit borgarinnar en Sinfóníuhljómsveitin stendur fyrir sérstakri tónlistarhátíð undir merkjum Reykjavík Festival í apríl á næsta ári.

Forsala á tónleika sveitarinnar í Norður-Ameríku hefst á morgun en eins og á sjá má á tístunum hér að neðan voru aðdáendur Sigur Rósar farnir að bíða eftir tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×