Innlent

Sigla út í Eyjar en fljúga heim

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Gestir á þjóðhátíð vilja fljúga heim þegar þeir eru orðnir þreyttir.
Gestir á þjóðhátíð vilja fljúga heim þegar þeir eru orðnir þreyttir.
Algengt er orðið að gestir Þjóðhátíðar í Eyjum taki strætó frá BSÍ til Landeyjahafnar og bátinn þaðan til Vestmannaeyja en fljúgi svo heim. Þetta segir Ingi Þór Guðmundsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs hjá Flugfélagi Íslands, sem flýgur nokkrar ferðir með farþega til Eyja í dag og til baka á mánudag. Flugfélagið Ernir flýgur hins vegar alla daga á milli lands og Eyja.



„Við erum ekki með áætlunarflug til Vestmannaeyja en höfum alltaf flogið þangað um verslunarmannahelgi. Við erum bara að hjálpa til við að koma öllum til Eyja sem þurfa að komast á staðinn,“ segir Ingi Þór.



Hann getur þess að farþegafjöldi Flugfélags Íslands til Eyja um verslunarmannahelgi sé minni en áður. „Árið 2010 voru brottfarir til Eyja 33 til að ná í farþega þaðan en síðan hefur þeim fækkað jafnt og þétt. Brottfarirnar verða fimm núna. Við getum ekki bætt við aukaflugum þar sem við erum fullbókuð á fjölda annarra fluga.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×