Lífið

Sendir jólakort til fólks sem hún hefur sofið hjá einu sinni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
„Þessi hugmynd kom til mín í draumi,“ segir grínistinn Helga Haralds um myndband á Facebook-síðu hennar sem hefur vakið mikla athygli. „Nei, djók. Ég er búin að vera að hugsa mikið um hvað ég gæti mögulega gert til að gera jólin óviðeigandi og óþægileg fyrir þá sem standa mér næst,“ bætir hún við. Í umræddu myndbandi sýnir hún aðdáendum sínum óvenjuleg jólakort.

„Einhvern veginn á milli þess sem ég var að hugsa hvort ég ætti að gefa mágkonu minni sexí undirföt eða stinga hníf í bangsa kom þetta til mín,“ segir Helga en jólakortin eiga eitt sameiginlegt.

„Jólakortin fara eingöngu til fólks sem ég hef sofið hjá einu sinni, þetta svokallaða RBB sem tíðkast hefur oftar en ekki á djamminu. Af hverju? Æi, ég veit svo sem ekki af hverju. Mig langaði bara að gleðja fólkið. Ég er svoddan kátínupoki,“ segir spéfuglinn, sem margir muna eflaust eftir úr hæfileikakeppninni Ísland Got Talent.

En ætlar hún að senda kortin?

„Auðvitað sendi ég jólakortin. Ég er bara að vinna í því að finna fullt nafn hjá þessum aðilum!“

Helga er nýbyrjuð að gera myndbönd á „like“-síðu sinni á Facebook.

„Viðbrögðin við þessu myndbandi hafa verið góð hingað til en það er náttúrulega ekki allra að finnast þetta fyndið,“ segir hún.

Hér fyrir neðan má sjá jólakortamyndbandið umtalaða:


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×