Lífið

Selur rekstur Júniform

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Birta Björnsdóttir fatahönnuður Júniform
Birta Björnsdóttir fatahönnuður Júniform Vísir/Einkasafn
Birta Björnsdóttir fatahönnuður, betur þekkt sem Birta í Júniform, ætlar að selja rekstur verslunarinnar. Hún mun áfram starfa sem aðalhönnuður merkisins, en er búsett á Spáni og hefur því verið erfitt fyrir hana að sinna rekstrinum hér heima.

„Það hefur verið draumur hjá mér lengi að losna undan rekstrinum sjálfum og mér bauðst tækifæri til þess. Nú get ég einbeitt mér að hönnuninni, sem ég elska að gera. Ég mun geta sinnt því betur en nokkru sinni fyrr, ásamt því að sinna hinni ástríðunni minni sem er að mála portrettmyndir,“ segir Birta.

Þær Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Katla Jónasardóttir, eigendur verslunarinnar Öxneyjar á Klapparstíg, keyptu reksturinn af Birtu. „Við höfum einbeitt okkur að því að selja íslenska hönnun og Birta vildi færa reksturinn niður í miðbæ svo við slógum til,“ segir Ingibjörg. 

Í dag ætla þær að opna með Júniform í versluninni og af því tilefni ætla þær að gefa 10% af allri sölunni til Krabbameinsfélagsins. „Júniform verður stærra í sniðum en áður og mun vera mjög stór partur af versluninni. Vetrarlínan hefur sjaldan verið stærri eða úrvalið meira.“

Vísir/ Anna Kristín Arnardótttir
Vísir/ Anna Kristín Arnardótttir
Vísir/ Anna Kristín Arnardótttir
Vísir/ Anna Kristín Arnardótttir
Vísir/ Anna Kristín Arnardótttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×