Innlent

Selatalningin mikla fer fram um helgina

Randver Kári Randversson skrifar
Selatalningin mikla fer fram á sunnudag.
Selatalningin mikla fer fram á sunnudag. Vísir/Stefán
Selatalningin mikla fer fram í áttunda sinn þann 27. júlí næstkomandi á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga, sem hefur staðið fyrir árlegri selatalningu á Vatnsnesi og Heggstaðarnesi í Húnaþingi vestra frá árinu 2007. Markmiðið er að afla þekkingar á fjölda sela á þessum slóðum.

Á vefsíðunni feykir.is kemur fram að talningin byggir alfarið á þátttöku sjálfboðaliða og fer þannig fram að Vatnsnesi og Heggstaðarnesi  er skipt niður í 2-7 km löng svæði og þátttakendur fá úthlutað svæði sem þeir telja seli á. Að talningu lokinni skila þátttakendur niðurstöðum til verkefnisstjóra.

Selatalningin er skemmtileg upplifun fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar og nærveru sela, ásamt því að taka þátt í rannsóknarstörfum. Talningin hentar þó ekki börnum undir 5 ára og börn mega aðeins taka þátt í fylgd forráðamanna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×