Fótbolti

Sektað vegna palestínska fánans

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Þessi fáni er ekki velkominn á fótboltaleiki í Evrópu
Þessi fáni er ekki velkominn á fótboltaleiki í Evrópu vísir/getty
Írska úrvalsdeildarliðið Dundalk í fótbolta hefur verið sektað um 18.000 evrur vegna þess að stuðningsmaður liðsins veifaði palestínska fánanum á leik liðsins í undankeppni Evrópudeildarinnar gegn Hajduk Split.

Leikurinn var leikinn á Oriel Park vellinum á Írlandi 17. júlí  og var félaginu skipað að fjarlægja fánann fyrir leikinn en stuðningsmaðurinn birtist með hann á meðan leiknum stóð.

Atvikið var sagt hafa pólitíska þýðingu vegna ástandsins í Palestínu og þar að leiðandi brot á reglum UEFA.

Dundalk tekur ekki ákvörðun um hvort það áfrýjar fyrr en það hefur fengið greinargerð frá UEFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×