Innlent

Segja að lög hafi ekki verið brotin á umsækjanda

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Margt forvitnilegt er á Náttúrfræðistofu Kópavogs.
Margt forvitnilegt er á Náttúrfræðistofu Kópavogs. Fréttablaðið/GVA

Finnur Ingimarsson, sem í apríl á þessu ári var ráðinn sem forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, var hæfari en kona sem einnig sótti um starfið og kærði síðan ákvörðun Kópavogsbæjar um ráðninguna.

Jafnréttisnefnd kærumála segir að þrátt fyrir meiri menntun ­konunnar hafi Finnur betur uppfyllt hæfniskröfur „meðal annars um reynslu af stjórnun og rekstri, auk reynslu af starfsemi safna og safna­fræðslu,“ segir um málið í fundargerð bæjarráðs Kópavogs. Því hafi jafnréttislög ekki verið brotin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×