Innlent

Segir ofbeldi ekki beitt á Kærabæ

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Eva Björk Harðardóttir,  oddviti sveitarstjórnar Skaftárhrepps.
Eva Björk Harðardóttir, oddviti sveitarstjórnar Skaftárhrepps.
„Málið er komið í feril hjá félagsmálayfirvöldum. Þetta er ekki ofbeldismál og í raun og veru ekkert annað um það að segja,“ segir Eva Björk Harðardóttir, oddviti sveitarstjórnar Skaftárhrepps, um ásakanir á hendur leikskólastjóranum á heilsuleikskólanum Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri.



Leikskólastjórinn á Kærabæ er sagður hafa bundið barn niður við stól með trefli þegar það átti erfitt með að sitja kyrrt í matartíma.



Eva Björk segist hafa fengið þær upplýsingar frá félagsmálayfirvöldum bæjarins að ekkert ofbeldi hafi átt sér stað. Málið hafi verið blásið upp í fjölmiðlum. „Það er spurning hvað er refsing og hvað eru aðgerðir til að tryggja öryggi barna,“ segir hún.



Aðspurð játar Eva því að eðlilegra sé að nota hefðbundin beisli frekar en trefla til að tryggja að börn fari sér ekki á voða. „Það verða trúlega í kjölfarið keyptir stólar með beisli. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×