Kvöldfréttir Stöðvar 2: Þingmaður lýsir svartnætti þunglyndis

Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segist öllu jafna heilbrigður þó hann taki sér leyfi frá þingstörfum nú vegna þunglyndis. Hann lýsir djúpum þunglyndisköstum, sjálfvígstilraunum og vinunum sem hafa tekið líf sitt í verstu köstunum. Gunnar ætlar að koma tvíefldur aftur á þing eftir þá meðferð sem nú tekur við í lífi hans – og einbeita sér þá að geðheilbrigðismálum, sem hann segir í ólestri. Ekki missa af opinskáu og einkar áhrifaríku viðtali við Gunnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast á slaginu 18.30.

3567
00:11

Vinsælt í flokknum Fréttir