Fótbolti

Schweinsteiger fyrirliði Þýskalands á EM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Schweinsteiger gefur skipanir og mun líklega gera það í Frakklandi í sumar.
Schweinsteiger gefur skipanir og mun líklega gera það í Frakklandi í sumar. vísir/getty
Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Manchester United, verður fyrirliði Þýskalands á EM í Frakklandi í sumar.

Þessi 31 árs gamli miðjumaður Manchester United hefur verið valinn í hópinn og gerður að fyrirliða þrátt fyrir að hafa spilað lítið frá því í mars vegna hnémeiðsla.

Heimsmeistararnir eru í riðli með Norður-Írlandi, Póllandi og Úkraínu, en Þýskaland vann síðast Evrópukeppnina árið 1996.

Joshua Kimmich og Julian Brandt eru einu tveir leikmennirnir í hópnum sem hafa enn ekki spilað landsleik.

Joachim Löw hefur valið 23 leikmenn, en þarf að minnka hópinn niður í 21 fyrir 31. maí.

Hópurinn í heild sinni:

Markverðir: Manuel Neuer (Bayern Munich), Bernd Leno (Bayer Leverkusen), Marc-Andre ter Stegen (Barcelona)

Varnarmenn: Jerome Boateng (Bayern Munich), Emre Can (Liverpool), Jonas Hector (Cologne), Benedikt Hoewedes (Schalke 04), Mats Hummels (Borussia Dortmund), Shkodran Mustafi (Valencia), Sebastian Rudy (Hoffenheim), Antonio Rudiger (AS Roma)

Miðjumenn: Karim Bellarabi (Bayer Leverkusen), Julian Brandt (Bayer Leverkusen), Julian Draxler (Wolfsburg), Mario Goetze (Bayern Munich), Sami Khedira (Juventus), Joshua Kimmich (Bayern Munich), Toni Kroos (Real Madrid), Thomas Mueller (Bayern Munich), Mesut Ozil (Arsenal), Lukas Podolski (Galatasaray), Marco Reus (Borussia Dortmund), Leroy Sane (Schalke 04), Andre Schuerrle (Wolfsburg), Bastian Schweinsteiger (Manchester United), Julian Weigl (Borussia Dortmund)

Framherjar: Mario Gomez (Fiorentina)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×