Lífið

Samtaka fjölskylda

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Guðni, Friðbjörn, Ólafía eldri, Ísabella Áróra og Ólafía yngri.
Guðni, Friðbjörn, Ólafía eldri, Ísabella Áróra og Ólafía yngri. Vísir/Hanna
„Móðir mín á afmæli 22. júní. Afkomendur hennar eru 50 og nokkuð stórt hlutfall þeirra á afmæli sama dag og hún, eða fjórir talsins,“ segir hinn 64 ára Guðni Björnsson, annar tvíburasona Ólafíu Jónsdóttur í Garðabæ, staddur hjá móður sinni á 91 árs afmæli hennar. Friðbjörn bróðir hans er mættur líka og dóttir hans Ólafía, 35 ára. Meira að segja Ísabella Áróra Björnsdóttir, þriggja ára, er komin til landsins frá Svíþjóð að hitta langömmu, afa og frændfólkið á afmælisdegi þeirra allra.

Eru þau vön að halda upp á afmælið saman? „Það er oft ekkert planað, það bara gerist. Við erum frekar samheldin fjölskylda,“ segir Guðni. Hann veit ekki til að fæðingarnar hafi verið planaðar með þennan dag í huga. „Sú gamla byrjaði og geymir leyndarmálið,“ segir hann kankvís.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×