Innlent

Samstilltar sprengjur drápu 29

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Hermenn í Írak. Mynd úr safni.
Hermenn í Írak. Mynd úr safni.
29 létust og fleiri er 130 slösuðust í samstilltri sprengjusyrpu utan við ýmsar moskur í Bagdad, höfuðborg Írak, í dag. Sprengjurnar sprungu þegar múslimar yfirgáfu moskurnar eftir bænagjörð, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Talið er að tölur látinna og slasaðra muni hækka, en ljóst er að árásin er ein sú mannskæðasta í landinu í margar vikur.

Þá lést einn í sprengjutilræði í borginni Kirkuk í norðurhluta landsins, sem mun þó ótengt hinum árásunum.

Sléttur mánuður er síðan bandarískir hermenn yfirgáfu írakskar borgir og eftirlétu innlendum varðliðum öryggisgæslu.

Samkvæmt tölum frá fréttastofu AP hafa 306 látist í tilræðum í júlímánuði í Írak - sem þó er töluverð fækkun frá þeim 437 sem létust í júní.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×