LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 11:30

Ráđgjafi Trump rćddi viđ Tyrki um ađ koma Gulen til Tyrklands

FRÉTTIR

Samstilltar sprengjur drápu 29

 
Innlent
21:35 31. JÚLÍ 2009
Hermenn í Írak. Mynd úr safni.
Hermenn í Írak. Mynd úr safni.
Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar

29 létust og fleiri er 130 slösuðust í samstilltri sprengjusyrpu utan við ýmsar moskur í Bagdad, höfuðborg Írak, í dag. Sprengjurnar sprungu þegar múslimar yfirgáfu moskurnar eftir bænagjörð, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Talið er að tölur látinna og slasaðra muni hækka, en ljóst er að árásin er ein sú mannskæðasta í landinu í margar vikur.

Þá lést einn í sprengjutilræði í borginni Kirkuk í norðurhluta landsins, sem mun þó ótengt hinum árásunum.

Sléttur mánuður er síðan bandarískir hermenn yfirgáfu írakskar borgir og eftirlétu innlendum varðliðum öryggisgæslu.

Samkvæmt tölum frá fréttastofu AP hafa 306 látist í tilræðum í júlímánuði í Írak - sem þó er töluverð fækkun frá þeim 437 sem létust í júní.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Samstilltar sprengjur drápu 29
Fara efst