LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ NÝJAST 11:00

Var međ útlitiđ á heilanum

LÍFIĐ

Samstilltar sprengjur drápu 29

 
Innlent
21:35 31. JÚLÍ 2009
Hermenn í Írak. Mynd úr safni.
Hermenn í Írak. Mynd úr safni.
Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar

29 létust og fleiri er 130 slösuðust í samstilltri sprengjusyrpu utan við ýmsar moskur í Bagdad, höfuðborg Írak, í dag. Sprengjurnar sprungu þegar múslimar yfirgáfu moskurnar eftir bænagjörð, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Talið er að tölur látinna og slasaðra muni hækka, en ljóst er að árásin er ein sú mannskæðasta í landinu í margar vikur.

Þá lést einn í sprengjutilræði í borginni Kirkuk í norðurhluta landsins, sem mun þó ótengt hinum árásunum.

Sléttur mánuður er síðan bandarískir hermenn yfirgáfu írakskar borgir og eftirlétu innlendum varðliðum öryggisgæslu.

Samkvæmt tölum frá fréttastofu AP hafa 306 látist í tilræðum í júlímánuði í Írak - sem þó er töluverð fækkun frá þeim 437 sem létust í júní.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Samstilltar sprengjur drápu 29
Fara efst