Lífið

Sameinar listamenn úr ólíkum áttum

Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar
Strákarnir úr sýningunni Billy Elliot verða sérstakir gestir í sýningunni Dracula’s Pack. næstkomandi laugardag.
Strákarnir úr sýningunni Billy Elliot verða sérstakir gestir í sýningunni Dracula’s Pack. næstkomandi laugardag. Vísir/Anton
„Hún er skemmtileg, öðruvísi og á tímabili mjög fyndin,“ segir Sölvi Viggósson Dýrfjörð, leikari úr söngleiknum Billy Elliot sem sýndur var í Borgarleikhúsinu síðasta vetur, um sýninguna Dracula’s Pack.

Sölvi mun stíga á leiksvið Tjarnarbíós næstkomandi laugardag sem sérstakur gestur ásamt tveimur öðrum strákum sem voru valdir til að æfa fyrir hið eftirsóknarverða hlutverk Billys Elliot.

Sýningin Dracula’s Pack sameinar byltingaranda, dans, leiklist og tónlist. Stjórnandi sýningarinnar er Juliette Louste. Hún hefur sýnt danssýningar víða um heiminn og er því öruggt að hún hefur mikla reynslu á sviði listarinnar.

„Juliette kenndi okkur þegar við vorum að æfa fyrir Billy Elliot, hún hafði samband og bauð okkur að koma fram í þessari sýningu. Í upphafi var ég ekki alveg viss um út í hvað ég var að fara,“ segir Sölvi og bætir við að sér þyki skemmtilegt og öðruvísi að dansa í svona óhefðbundinni sýningu.

En hvernig dansstíl komið þið til með að nota í sýningunni?

„Þetta er nútímadans, sem er frekar ólíkt því sem við unnum með í Billy Elliot en þar dönsuðum við meira djass- og söngleikjadans, sem voru meiri öfgar, en þetta er raunverulegra og meiri tilfinningar,“ segir Rúnar sem stefnir á að verða dansari og leikari í framtíðinni.

Stjórnandi sýningarinnar er Juliette Louste. Hún bauð Billy Elliot strákunum að taka þátt í sýningunni, með það að markmiði að sameina listamenn úr ólíkum áttum.

„Mig langar til að fólk skapi saman óháð aldri, bakgrunni og menningarheimum,“ segir hún.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×