Lífið

Saga hefndi sín á andstyggilegan hátt: „Ekki séns Óli dóp“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Saga alltaf góð.
Saga alltaf góð.
Kvikmyndin Hjartasteinn, eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hefur sópað til sín bæði íslenskum og alþjóðlegum verðlaunum síðustu vikur og mánuði. 

Alþjóðlegu verðlaunin eru nú orðin 24 talsins og nýlega bættust við þau 9 EDDU verðlaun en myndin var kosin kvikmynd ársins á síðustu EDDU hátíð. 

Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina. 

Myndin hefur eflaust vakið upp margar æskuminningar hjá þeim 20.000 Íslendingum sem hafa séð hana til þessa en af því tilefni hafa framleiðendur myndarinnar fengið til sín ýmsa þjóðþekkta einstaklinga til að rifja upp sínar æskuminningar.

Að þessu sinni er komið að Sögu Garðars. Hún segir ótrúlega fyndna sögu af því hvernig ein æskuástin brást henni og með hvaða máta hún náði fram hefndum nokkrum árum síðar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×