Lífið

Safna fyrir snakkverksmiðju á Karolina Fund

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bulsugerðarmennirnir Svavar Pétur og Berglind stefna á að setja nýtt snakk á markaðinn í vor.
Bulsugerðarmennirnir Svavar Pétur og Berglind stefna á að setja nýtt snakk á markaðinn í vor. Vísir/GVA
Bulsugerðarmennirnir Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló, og Berglind Häsler ætla að setja á laggirnar snakkverksmiðju á sveitabænum sínum Karlsstöðum á Austfjörðum. Mun eldra fjós á bænum fá nýtt líf.

Mikið verk hefur áunnist við að koma fjósinu í viðeigandi stand fyrir snakkverksmiðjuna en það er enn langt í land. Markmiðið er að verkið verði klárt fyrir vorið. Þá á snakkverksmiðjan að vera komin á laggirnar, og á markað komið fyrsta flokks heilsusamlegt sveitasnakk úr gulrófum, undir merki Havarí.

Svavar og Berglind eru búin að setja af stað hópfjármögnun í gegnum Karolina Fund. Þar gefst áhugasömum kostur á að leggja verkefninu lið. Hægt er að kaupa fjármögnunarpakka í mörgum stærðum og hjálpa þannig til við að koma verksmiðjunni á fót.

Ýmis verðlaun eru í boði fyrir þá sem leggja verkefninu lið, allt frá snakkpakka úr fyrstu lögun ásamt árituðu viðurkenningarskjali, upp í heimsókn í snakkverksmiðjuna, dvöl á gistiheimilinu á Karlsstöðum, tónleika með Prins Póló og Bulsuveislu.


Tengdar fréttir

Íslenskt sveitasnakk í framleiðslu fljótlega

Svavar Pétur ætlar að gera Berufjörð að miklu menningarmusteri. Fyrsta skrefið er framleiðsla á íslensku sveitasnakki. Gistiheimili og hljóðver næst á dagskrá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×