Íslenski boltinn

Ryder: Dómararnir eyðilögðu leikinn

Ingvi Þór Sæmundsson á Þróttaravellinum skrifar
Ryder vandaði dómurunum ekki kveðjurnar eftir leikinn.
Ryder vandaði dómurunum ekki kveðjurnar eftir leikinn. vísir/stefán
Þróttarar voru vægast sagt ósáttir við störf Þórodds Hjaltalín í leiknum gegn ÍBV í 6. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.

Þróttur byrjaði leikinn ágætlega en það breyttist allt á 38. mínútu þegar fyrirliðinn Hallur Hallsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir viðskipti sín við Mikkel Maigaard sem skoraði síðan sigurmark ÍBV snemma í seinni hálfleik.

Atvikið sem leiddi til rauða spjaldsins má sjá hér að neðan.

Það sauð á þjálfara Þróttar, Gregg Ryder, eftir leikinn.

„Ég sá þetta ekki sjálfur en allir hafa sagt mér að þetta var ekki rautt spjald,“ sagði Englendingurinn.

„Það versta er að ég stóð við hliðina á fjórða dómaranum og hann var ekki að horfa á atvikið en samt virðist vera sem hann hafi tekið þessa ákvörðun.

„Hann fór eftir viðbrögðunum á bekknum hjá ÍBV. Ég veit fyrir víst að dómarinn sá þetta ekki en hann lét undan mótmælum þeirra. Þetta er fáránleg ákvörðun og knattspyrnusambandið þarf að taka þetta til skoðunar.

„Við vorum að spila mjög vel en dómararnir eyðilögðu leikinn. Dómgæslan var ekki boðleg á þessu getustigi. Við erum að reyna spila fótbolta á háu plani og dómararnir verða að vera á sama plani. Sú var ekki raunin í kvöld,“ sagði Ryder.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×