Fótbolti

Rúrik var almennilegur við Ronaldo

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rúrik í baráttu við Sami Khedira á dögunum.
Rúrik í baráttu við Sami Khedira á dögunum. Nordicphotos/AFP
„Ég er almennilegur að eðlisfari og gat ekki sagt nei,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason í laufléttu spjalli um treyjuskipti sín við portúgalska knattspyrnuundrið Cristiano Ronaldo.

Rúrik verður í eldlínunni í kvöld þegar FC Kaupmannahöfn tekur á móti Galatasaray í fjórðu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Í deildinni spila flestir af bestu leikmönnum álfunnar og er FCK í sannkölluðum dauðriðli með tyrkneska liðinu auk Ítalíumeistara Juventus og Real Madrid.

Rúrik skipti sem kunnugt er á treyjum við Ronaldo í viðureign Real og FCK á dögunum. Áttust þeir félagar við nokkrum sinnum í leiknum þar sem Real hafði nokkuð öruggan sigur.

„Það er búið að gera ansi mikið úr þessu,“ segir Rúrik og hlær. „Af hverju ekki að gera þetta fyrst þetta var hann?“

Meðal stórstjarna í liði Galatasaray eru Didier Drogba og Wesley Sneijder. Ætli Rúrik hyggi á treyjuskipti í kvöld?

„Ég er löngu búinn að plana það,“ sagði Rúrik og sló á létta strengi.

Ítarlegt viðtal við Rúrik um leikinn í kvöld, viðskipti hans við þjálfara FCK og biðina eftir landsliðsmark og Króatíuleikina má sjá hér.

Leikur FCK og Galatasaray hefst klukkan 19.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport 4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×