Innlent

Rótarýklúbbur og Caritas á Íslandi styrkja Laugarásinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Styrkurinn mun nýtast við uppbyggingu á vitrænni endurhæfingu fyrir þjónustuþega deildarinnar og stuðla að auknum lífsgæðum þeirra.
Styrkurinn mun nýtast við uppbyggingu á vitrænni endurhæfingu fyrir þjónustuþega deildarinnar og stuðla að auknum lífsgæðum þeirra.
Laugarásinn, meðferðargeðdeild á geðsviði Landspítala, hefur fengið 700 þúsund króna styrk frá Caritas á Íslandi. Samtökin stóðu fyrir tónleikum í Kristskirkju Landakoti í nóvember 2014 og var ákveðið að láta aðgangseyrinn renna til starfsemi Laugarássins.

Styrkurinn mun nýtast við uppbyggingu á vitrænni endurhæfingu fyrir þjónustuþega deildarinnar og stuðla að auknum lífsgæðum þeirra. Caritas á Íslandi eru samtök sem eru til aðstoðar þeim sem hjálpar er þurfi hérlendis sem og erlendis.

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Austurbær gaf á dögunum Laugarásnum ýmsan búnað til líkamsræktar. Með þessari gjöf hefur Rótarýklúbburinn lagt grunn að aðstöðu sem mun nýtast þjónustuþegum deildarinnar til að efla líkamlegt heilbrigði.

Laugarásinn þjónustar unga einstaklinga með geðrofssjúkdóma en vitræn skerðing getur verið ein af afleiðingum sjúkdómsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×