Innlent

Rólegt yfir hátíðarnar á fæðingardeildum landsins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ekki hefur frést af jólafæðingum í heimahúsum.
Ekki hefur frést af jólafæðingum í heimahúsum. Vísir/Getty
Jólin hafa verið tiltölulega róleg fæðingardeildum landsins.

Á fæðingardeild Landspítalans komu fimm börn í heiminn á jóladag en í dag eru strax komin sjö. Á aðfangadag fæddust einnig fimm börn og á Þorláksmessu voru þau ellefu, en að sögn ljósmóður á Landspítalanum er þessi fæðingartíðni nokkuð undir meðaltali.

Fyrir utan fæðingardeild Landspítalans eru fæðingardeildir á Akranes, Ísafirði, Akureyri, Neskaupsstað, Vestmannaeyjum, Selfossi og í Keflavík.

Á Akranesi fæddist 263. barn ársins á Þorláksmessu en tvö börn fæddust á jóladag á Akureyri. Fæðingum hefur fjölgað nokkuð á Neskaupsstað undanfarin ár og þar kom 79. barn ársins í heiminn á Þorláksmessu. 

Þá hefur fæðingum einnig fjölgað mikið á Selfossi og í Keflavík frá því í fyrra, en 102. barn ársins kom í heiminn í Keflavík rétt fyrir jól. Þá fæddist 80. barnið á Selfossi á jóladag.

Á minnstu fæðingardeildum landsins, í Vestmannaeyjum og á Ísafirði var rólegt yfir jólin. Ekki hefur frést af jólafæðingum í heimahúsum en það stefnir í 90-100 heimafæðingar í ár sem er svipaður fjöldi og fyrri ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×