Innlent

Risaskjáir á Rútstúni og Thorsplani

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hægt verður að horfa á landsleik Íslands og Frakklands á risaskjáum í Kópavogi og Hafnarfirði.
Hægt verður að horfa á landsleik Íslands og Frakklands á risaskjáum í Kópavogi og Hafnarfirði. Vísir
Stórleikur Íslands og Frakklands í átta liða úrslitum EM í Frakklandi verður sýndur á stórum skjáum í Hafnarfirði og Kópavogi á sunnudaginn. Í Kópavogi verður skjárinn á Rútstúni en í Hafnarfirði á Thorsplaninu.

Mikil spenningur er fyrir leiknum sem fram fer á sunnudaginn klukkan. Einnig verður hægt að horfa á leikinn á Arnarhól, líkt og að undanförnu, en búið er að koma fyrir enn stærri skjá. Þúsundir horfu á Íslendinga sigra Englendinga síðastliðinn mánudag og myndaðist afar góð stemmning.

Er vonast til þess að hægt verði að endurskapa þá stemmningu í Kópavogi og Hafnarfirði og eru íbúar og nærsveitungar sérstaklega hvattir til þess að fjölmenna. Eru gestir hvattir til þess að mæta tímanlega og koma sér vel fyrir í tæka tíð fyrir leikinn.

Spáð er góðu veðri á sunnudaginn og því tilvalið að njóta þess að horfa á strákanna okkar taka á gestgjöfum Frakka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×