Innlent

Reyktu kannabis á Austurvelli

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/páll bergmann
Hópurinn Reykjavík Homegrown hittist á Austurvelli í dag til þess að fagna alþjóðlegum degi kannabiss og mótmæla refsistefnu stjórnvalda í fíkniefnamálum, fjórða árið í röð.

Örvar Geir Geirsson, forsprakki hópsins, segir viðburðinn hafa farið friðsamlega fram og telur að rúmlega 150 manns hafi mætt til að sýna stuðning sinn.

Lögregla fylgdist með en segist ekki hafa haft nein afskipti af hópnum. Örvar segir það þó ekki raunina.

„Mér skilst að einhver hafi verið sigtaður út, en ég veit ekki hvort það sé tengt málstaðnum,“ segir Örvar Geir.

Reykjavík 420 Kannabis Samkoma 2014 from RvK Homegrown on Vimeo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×