Lífið

Reykja­víkur­dætur spiluðu á einni virtustu tón­listar­há­tíð Frakk­lands

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stóðu sig sérstaklega vel á hátíðinni.
Stóðu sig sérstaklega vel á hátíðinni.
Reykjavíkurdætur spiluðu á einni virtustu tónlistarhátíð Frakklands í gær, Les Trans Musicales.

Aðeins fjórar aðrar íslenskar hljómsveitir hafa spilað á hátíðinni en um er að ræða en Björk, Sykurmolarnir, Epic Rain og FM Belfast. Hátíðin var haldin í 38. skipti í borginni Rennes í norður Frakklandi.

Aðeins var pláss fyrir fjögur þúsund manns og var fullt út að dyrum í höllinni og komust færri að en vildu. 2017 er nánast uppbókað hjá Reykjavíkurdætrunum.

„Við erum í viðræðum við margar af stærstu hátíðum heims. Sumar það stórar að það er uppselt á þær ár fram í tímann. Fólk verður gjörsamlega ástfangið af dætrunum þegar þær stíga á svið og eftir meiriháttar umfjallanir í the Rolling Stone og Vice að þá eiga dæturnar stóra möguleika á því að verða frægasta íslenska hljómsveit okkar tíma,“ segir Alda Karen Hjaltalín umboðsmaður sveitarinnar.

Næstu tónleikar dætranna eru fyrir norðan á Græna hattinum þann 29.desember á milli jóla og nýárs. 

Hér má sjá tónleika sveitarinnar í Frakklandi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×