Lífið

Reykjavíkurdætur leita að mannlegri fórn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Reykjavíkurdætur eru vanar því að vekja umtal.
Reykjavíkurdætur eru vanar því að vekja umtal. Mynd/Ísabella Katarína
Reykjavíkurdætur ætla að hefja útgáfutónleika sína næstkomandi þriðjudag á mannlegri fórn. Þær leita að manneskju sem er til í að láta fórna sér.

„Við ætlum að byrja að gera þetta núna á öllum tónleikum, við erum ekki alveg búnar að ákveða af hverju, en finnst þetta hljóma mjög töff,“ segir Steiney Skúladóttir, meðlimur Reykjavíkurdætra, í samtali við Vísi.

Steiney vill ekki gefa mikið upp um verknaðinn og aðspurð hvort þær ætli að fremja morð á sviðinu segir hún að það verði að koma ljós. „Fólk verður bara að koma og sjá það, þetta verður eitthvað svakalegt. Við erum ekki alveg búnar að ákveða þetta, en er um að velta því fyrir okkur hvernig er hægt að gera þetta á sem smekklegastan hátt.“

Reykjavíkurdætur vekja gjarnan athygli hvert sem þær fara. Atriði þeirra í Vikunni með Gísla Marteini í febrúar síðastliðnum vakti mikla athygli og ofbauð Ágústu Evu Erlendsdóttur framkoma sveitarinnar svo að hún gekk út úr þættinum.

Þeir sem eru áhugasamir um að gegna hlutverki fórnar á tónleikum sveitarinnar geta haft samband á við hljómsveitina Facebooksíðu Reykjavíkurdætra. Tónleikarnir eru á NASA 23. Ágúst næstkomandi og hægt er að kaupa miða á enter.is.


Tengdar fréttir

Ágreiningur um útgöngu Ágústu Evu

Meðan margir telja Ágústu Evu hafa rétt lágmenningu maklega fingurinn telja margir Silvíu Nótt ekki trúverðuga í slíkri gagnrýni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×